Gos í garði Garðbæinga! mánudaginn 17.maí klukkan 18
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fræðir og svarar spurningum í Bókasafni Garðabæjar mánudaginn 17. maí kl.18
Garðbæingar horfa á eldgosið á Reykjanesi út um gluggann heima hjá sér. Í Garðabæ eru líka mikil ummerki eldgosa og bærinn umvafinn hrauni.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fræðir (og hræðir) Garðbæinga um eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Hann skoðar og segir aðeins frá hraunlögunum í okkar sveit og svarar kannski spurningunni um hvort líkur séu á að jörðin opnist undir fótum Garðbæinga?
Páll er landsþekktur og hefur einstakt lag á að útskýra flókin jarðvísindin á þann hátt að allir skilja og hrífast með. Páll er prófessor emeritus við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hefur rannsóknaraðstöðu við Jarðvísindastofnun Háskólans.Rannsóknir Páls eru á sviði jarðvísinda og fjalla um jarðskorpuhreyfingar, jarðskjálfta, eðlisfræði eldgosa og kvikuhreyfinga, innri gerð eldstöðva og gerð jarðskorpunnar í heild.
Allir velkomnir og að sjálfsögðu verður öllum reglum um sóttvarnir fylgt.