Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnunarhátíð Sumarlesturs verður haldin laugardaginn 29.maí í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

26.05.2021
Opnunarhátíð Sumarlesturs verður haldin laugardaginn 29.maí í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur les úr bókum um Fíusól kl. 13 - Skráning hefst í Sumarlestur laugardaginn 29.maí kl.12-14, í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Lestrardagbækur afhentar.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur les úr bókum um Fíusól kl.13. Hægt að kríta á torginu.
Sumarlestur er lestrarátak sem hvetur börn til að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetu sinni.
Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina, fá límmiða fyrir hverja lesna bók og geta fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar, sem fær bók í verðlaun, hvern föstudag kl.12 11.júní - 13.ágúst.
Lokahátíð er haldin 21.ágúst og fá þá allir virkir þátttakendur glaðning.
Þemað í ár er eldgos og geta þátttakendur hengt upp pappírshraunmola með nafninu sínu á bókahraunið hjá eldfjallinu okkar og er markmiðið að hraunflæðið lengist og lengist í sumar með sprengilestri barnanna!
Lesum saman í sumar!
Vökvum lestrarblómin!
Lestur er minn ofurkraftur!
Búum til bókahraun!
Springum út í sumar!
Til baka
English
Hafðu samband