Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður júnímánaðar er Sigríður G. Jónsdóttir, sjúkraliði og myndlistarmaður

31.05.2021
Listamaður júnímánaðar er Sigríður G. Jónsdóttir, sjúkraliði og myndlistarmaður

Listamaður júnímánaðar er Sigríður G. Jónsdóttir, sjúkraliði og myndlistarmaður.

Hún nefnir sýninguna Krían og Jökullinn.
Sigríður verður með móttöku föstudaginn 4. júní kl. 17 til 19.
Sigríður hefur málað í yfir tuttugu ár eða síðan hún fékk fyrst leiðsögn í myndlist á námskeiði hjá Sveinbirni Þór Einarssyni myndlistarmanni. Hún stundaði nám í Myndlistarskóla Kópavogs og hefur sótt fjölda námskeiða hjá mörgum góðum listamönnum m.a. Pétri Gaut, Tuma Magnússyni og Erlu Sigurðardóttur.
Sigríður er félagsmaður í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, og er með vinnustofu á Garðatorgi. Hún er einnig virk í hóp sem kallar sig Litagleði og hefur fengið til sín marga myndlistarmenn til að leiðbeina félagsmönnum.
Sýningin er tíunda einkasýning Sigríðar en hún hefur einnig tekið þátt í 14 samsýningum hér á landi sem erlendis.
Til baka
English
Hafðu samband