Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Letrarverkefnið Lesum saman - þemapokar

08.06.2021
Letrarverkefnið Lesum saman - þemapokar

Bókasafn Garðabæjar, menningar- og safnanefnd kynna lestrarverkefnið Lesum saman

Víða um heim bjóða bókasöfn upp á bókapokaverkefnið Lesum saman fyrir börn. Efnið í pokunum er fyrirfram ákveðið og er flokkað eftir aldurshópum og þema. Aðstandendur barnanna taka pokana að láni á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Í dag, föstudag 11.júní fór 1.flokkar í umferð (sjá neðar). Von er á fleirum næstu daga.
Verkefnið er ætlað til að auðvelda foreldrum/aðstandendum að velja bækur fyrir börnin, að hvetja til þess að foreldri/aðstandandi og barn lesi saman og að vera spennandi lestrarvalkostur fyrir fjölskyldur.
Þá útbúum við bakpoka með bókum og dóti/fylgihlutum fyrir ákveðið þema. Við skiptum börnunum upp í þrjá aldursflokka. Þeir eru: 1.flokkur 3-5 ára, 2.flokkur 6-9 ára og 3.flokkur 8-12 ára.
Til baka
English
Hafðu samband