Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður mánaðarins í júlí er Charlotta Sverrisdóttir

13.07.2021
Listamaður mánaðarins í júlí er Charlotta Sverrisdóttir

Charlotta Sverrisdóttir er listamaður  júlímánaðar í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku.

Hún nefnir sýninguna Blómahaf.
Charlotta heillaðist af blómum og sterkum litum þegar hún var við nám í Kaliforníu. Hún notar litina og blómin í túlkun sinni í þessari sýningu og málar abstrakt blómamyndir. Það gefur henni tækifæri til að nota sterka liti, einkum bleikan, sem er hennar uppáhaldslitur, í bland við bláa tóna.
Charlotta hefur í gegnum tíðina haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún er einn af stofnfélögum Grósku og er einnig meðlimur Art Gallerí 67.
Hún er einnig stofnandi og eigandi viðburðarins "Málum og skálum". Þar býður hún einstaklingum að koma á vinnustofu sína eina kvöldstund, mála eina mynd og gleðjast,enda mega gestir hafa léttar veitingar með sér.
Þetta er fyrsta sýning Lottu í tíu ár og er sölusýning.
Til baka
English
Hafðu samband