Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föstudagssmiðjur kl. 10 til 12, þriðjudagsleikar kl. 13 til 14

15.07.2021
Föstudagssmiðjur kl. 10 til 12, þriðjudagsleikar kl. 13 til 14

Sumarsmiðjurnar eru fyrir börn á grunnskólaaldri - Bókasafnið er fullt hús bóka og skemmtana 

Föstudagssmiðjur eru smiðjur fyrir grunnskólabörn og fer fram föstudaga milli kl. 10 og 12 til og með 20.ágúst.
Eftir smiðjuna er lestrarhestur vikunnar dreginn út í sumarlestrinum.
Föstudaginn 16.júlí : Unnið með Völuspá
Föstudaginn 23. júlí: Origami
Föstudaginn 30. júlí: Harry Potter dagur. dagskrá:

10:00 – 12:00 Sprotagerð
10:00 – 16:00 Dobby sokkasmiðja
11:00 – 16:00 Í hvaða heimavist ert þú?
13:00 – 14:00 Harry Potter bókamerki
09:00 – 16:00 Harry Potter ratleikur - Kl. 16 eru dregnir út nokkrir heppnir og fá smá glaðning

Föstudaginn 6. ágúst: Perlum saman
Föstudaginn 13. ágúst: Ljóðagerð

Föstudaginn 20.ágúst : litamyndir á borðum

Þriðjudagsleikar – skemmtilegir útileikir á Garðatorgi 7

Þriðjudagsleikar eru útileikir með sumarstarfsfólki Bókasafns Garðabæjar.
Boðið verður upp á tónlist, teygjó, snú snú, sippó og krítar. Allir krakkar velkomnir.
Höfum gaman saman á bókasafnstorginu Garðatorgi 7.
Þriðjudagsleikar verða á hverjum þriðjudegi klukkan 13:00 frá 29. júní til 17. ágúst.

20.júlí kl. 13-14

27.júlí kl. 13-14

3.ágúst kl. 13-14

10.ágúst kl. 13-14

17.ágúst kl. 13-14

Uppskeruhátíð Sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar verður haldin laugardaginn 21.ágúst kl.13 - 14.



Gunnar Helgason rithöfundur les úr bók sinni Palli playstation. Þrír lestrarhestar dregnir úr lukkupottinum og fá bók í verðlaun. Allir virkir þátttakendur lestrarátaksins fá glaðning. Krítar á torginu.
Allir velkomnir.

 

Til baka
English
Hafðu samband