Listamaður septembermánaðar er Álfheiður Ólafsdóttir
Álfheiður Ólafsdóttir er listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar
Sýningin opnar föstudaginn 3. september, kl. 17:00 til 18:00.
Álfheiður verður við opnunina og tekur á móti gestum.
Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Grósku, samtaka myndlistarmanna í Garðabæ og Bókasafns Garðabæjar.
Álfheiður á margar listsýningar að baki, hér á landi og einnig erlendis. Hún útskrifaðist árið 1990 frá Myndlista og Handíðaskólanum í grafískri hönnun. Í gegnum árin hefur hún málað landslag og fíkúratífar myndir en núna heillar abstrakt verk hana helst.
Með hennar orðum bjóðum við alla velkomna á sýninguna.
"Rannsakandi hraun og náttúru, finna orku og gjafmildi móður jarðar er mitt yndi. Gekk um Gálgahraun og fékk kraft frá náttúrunni. Með þessa innsýn birtust litir og form á striganum, sem varð að listsýningu í Bókasafni Garðabæjar"