Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaspjall - rithöfundar með bækur í jólabókaflóðinu - Best að skrá sig til að taka frá sæti

18.11.2021
Bókaspjall - rithöfundar með bækur í jólabókaflóðinu - Best að skrá sig til að taka frá sæti

Okkar árlega jólabókaspjall verður haldið þriðjudaginn 23. nóvember kl. 20:00. Best að skrá sig til að taka frá sæti. Takmarkað sætaframboð

Bókasafnið umbreytist og verður baðað fallegu kertaljósi og þrungið töfrandi skáldskap.
ATH! Vegna samkomutakmarkana eru takmörkuð sæti á bókaspjallið. Hægt er að láta taka frá sæti fyrir sig með því að skrá sig í afgreiðslu bókasafnsins, senda okkur tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is eða í síma 591-4550
Jónína Leósdóttir hefur skrifað ótal verka, bæði fyrir börn, fullorðna og unglinga og vakti gríðarlega athygli fyrir bók sína Konan í blokkinni og bækurnar sem þar fylgdu á eftir um Eddu. Nú teflir hún fram nýrri glæpafléttu í skáldsögunni Launsátur.
Friðgeir Einarsson hefur víða látið að sér kveða, einna helst í sviðslistum og við auglýsingagerð. Bækur hans hlutu lofsamlegar viðtökur gagnrýnenda. Friðgeir hefur vakið athygli undanfarið á fjölum Borgarleikhússins með sýningarnar Club Romantica og Útlendingurinn - morðgáta.
Í ár gefur hann út skáldsöguna Stórfiskur.
Hallgrímur Helgason er öllum landsmönnum kunnur og hafa bækur hans vakið mikla athygli hér heima og erlendis. Hann kemur með ljóðabók sína Koma jól? sem hann vann í samstarfi við Rán Flyngering, en þar kveðst hann á við jólaljóð Jóhannesar frá Kötlum.
En hann lætur ekki þar við sitja heldur teflir einnig fram skáldsögu.
Sextíu kíló af kjaftshöggum er sjálfstætt framhald verðlaunaskáldsögunnar Sextíu kíló af sólskini.
Fríða Ísberg gat sér góðan orðstír fyrir ljóðabækur sínar og smásagnasafnið Kláða sem tilnefnt var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún er einnig hluti af ljóðakollektífinu Svikaskáld. Nú fyrir stuttu kom út skáldsaga hennar Merking sem nú þegar hefur vakið athygli bókagagnrýnenda. fyrir nýstárlega sögufléttu.

Auður Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur, verður með okkur og stýrir umræðum.

Til baka
English
Hafðu samband