Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gíslunn Hilmarsdóttir - Draumur eða veruleiki í febrúar

30.01.2022
Gíslunn Hilmarsdóttir - Draumur eða veruleiki í febrúar

Gíslunn Hilmarsdóttir er listamaður mánaðarins í febrúar á Bókasafni Garðabæjar. Sýningin ber heitið "Draumur eða veruleiki"

Til sýnis eru myndir sem sækja mikinn innblástur í súrrealískan stíl og margar hverjar spegla líðan og hugarástand myndlistarmannsins hverju sinni.
Sýningin stendur yfir allan febrúarmánuð og er opin öllum á opnunartíma bókasafnsins.
Sýningarröðin Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ.
Gíslunn er sjálflærður listamaður en á þó ekki langt að sækja listagáfuna enda listamenn í báðum ættum. Einnig var Gíslunn einstaklega heppin með myndlistarkennara í Garðaskóla, Ingimar Ólafsson Waage, sem hafði ómælda þolinmæði og hvatti hana áfram í sínum verkum.
Gíslunn leggur mikið upp úr því að myndir hennar gefi fólki innsýn í heim geðsjúkdóma og hugarheim þeirra sem af þeim þjást.
Til baka
English
Hafðu samband