Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bragi Páll Sigurðarson - kynnir bók sína Arnaldur Indriðason deyr

31.01.2022
Bragi Páll Sigurðarson - kynnir bók sína Arnaldur Indriðason deyr

Þriðjudaginn 15. febrúar kl. 18:00 á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi

Rithöfundurinn Bragi Páll mætir og les upp úr og talar um bók sína Arnaldur Indriðason deyr, sem kom út rétt fyrir jólin 2021.
Bókin vakti mikla athygli, ekki síður vegna þess að Bragi Páll notar nöfn þekktra íslenskra aðila og nýtir í skáldskap sínum.
Bragi Páll segist sjálfur ekki skilja hver vilji lesa svo viðbjóðslega bók, hvað þá hlusta á hann tala um hana eða lesa hana í sérstökum leshring en samþykkti þó að koma og tala um hana við áhugasama.
Verkið er litað gróteskum húmor og stílbrögðin eru orðin einkennandi fyrir höfundinn.
Öll velkomin, ef þið þorið.
Til baka
English
Hafðu samband