Námskeið í skapandi skrifum fyrir fullorðna - skráning í gangi
02.03.2022
Námskeið í skapandi skrifum fyrir fullorðna verður í boði á Bókasafni Garðabæjar frá 7.mars til 4. apríl
Leiðbeinandi er rithöfundurinn Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Skráning er nauðsynleg á námskeiðið og gjaldið eru 7000 krónur. Kennt verður í fimm skipti, á mánudögum, í einn og hálfan tíma í senn frá klukkan 18 til 19:30.Sigurlín Bjarney kennir undirstöðuatriðin í skapandi skrifum, gefur heimaverkefni og ábendingar. Fyrir byrjendur jafnt sem reyndari penna. Skapandi skrif eflir sjálfsmyndina og núvitund.
Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið og er þátttökugjaldið 7000 krónur.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst á dianajoha@gardabaer.is