Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikur að ljóðum. Höfundar lesa og kynna ljóð á Garðatorgi 10.mars kl. 17:30

08.03.2022
Leikur að ljóðum. Höfundar lesa og kynna ljóð á Garðatorgi 10.mars kl. 17:30

Þrjú ljóðskáld munu fylla Bókasafn Garðabæjar af fögrum orðum fimmtudaginn 10. mars kl. 17:30. Það eru þau Gerður Kristný, Jakub Stachowiak og Þórdís Helgadóttir.

Gerður Kristný er mörgum kunn og er hún jafn víg á ljóðlistina eins og sagnalistina. Hún mun lesa upp úr bók sinni Heimskaut sem kom út árið 2019. Í bókinni í fer ljóðmælandi í heimskautaferðir í blíðri og óblíðri náttúrunni og segir frá sögulegum atburðum á Íslandi í myrkri og kulda.

Jakub Stachowiak fékk nýræktarstyrk árið 2021 fyrir fyrstu ljóðabókina sína Næturborgir. Næturborgir hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki sem vakið hefur mikla athygli.

Þórdís Helgadóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2021 fyrir ljóðið sitt Fasaskipti, sem er einmitt upphafsljóð ljóðabókarinnar Tanntöku sem kom út sama ár. Tanntaka er frjó og áleitin ljóðabók, lofgjörð til þess að villast og vafra, umbreytast, fullorðnast og finna sinn innri styrk. Tanntaka hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir!

Til baka
English
Hafðu samband