Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sverðaglamur með Rimmugýgi og rúnasmiðja

17.03.2022
Sverðaglamur með Rimmugýgi og rúnasmiðja

Skylmingameistararnir í Rimmugýgi sýna listir og leiðbeina - Rúnasmiðja með Áslaugu Baldursdóttur.

Á Bókasafni Garðabæjar laugardaginn 19. mars kl. 12:30 og 13:00.
Þorir þú að fara í víking?
Vilt þú læra að lesa í rúnir?
Kl. 12:30 á yfirbyggðu torginu: Skylmingameistararnir í Rimmugýgi munu sýna listir sínar með sverðin og svo leiðbeina ungu áhugafólki um rétt handtök. Hvernig börðust víkingarnir á landnámsöld? Komdu og upplifðu það.
Vertu með í bardaganum.
Víkingarnir Tandri og Ísleifur munu leiðbeina.


Kl. 13:00 inni á bókasafninu:
Rúnasmiðja með Áslaugu Baldursdóttur.
Í rúnasmiðjunni er farið yfir sögu rúna og hvernig rúnaletrið var notað á tímum víkinganna. Rúnasmiðjan inniheldur hagnýtan fróðleik á rúnaletrinu, ásamt sýnidæmum á því hvernig hægt er að setja saman eigin bandrún.
Rýnt er í formin sem mynda letrið, en þegar formin eru aðgreind og skoðuð verður auðveldara að beita letrinu.
Markmiðið með rúnasmiðjunni er að gera menningarverðmæti Íslendinga, að gagnvirkum og skemmtilegum fróðleik ásamt því að auka aðgengi almennings á öllum aldri að meiri þekkingu um efnið.

__________________________
Viðburðurinn er hluti af verkefninu Við langeldinn/ við eldhúsborðið sem er styrkt af Barnamenningarsjóði.
Í fjölbreyttum smiðjum í Bókasafni Garðbæjar og á Hönnunarsafni Íslands munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag.
Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum.

________________________________
Want to learn how to fight like a viking? Want to learn how to read and write in runes?
An experience for kids who are interested in learning how the vikings fought in the olden times.
At the Library of Garðabær, saturday the 19th of march
Swordgames at 12:30 pm.
Rune writing at 13:00 pm.
Free for all who are interested.

Til baka
English
Hafðu samband