Listamaður marsmánaðar er Birgir Rafn Friðriksson B R F
18.03.2022
Birgir Rafn Friðriksson B R F með sýninguna Stríð og friður - sölusýning sem stendur út mars í bókasafninu Garðatorgi
HVER ER Birgir Rafn er borinn og barnfæddur á Akureyri í júlí 1973. Eftir stúdentspróf dvaldi hann í Suður Frakklandi 1995, í borginni Aix-En-Provence, til að læra frönsku og myndlist. Vetur 1995 sótti hann mörg ólík myndlistarnámskeið í Myndlistarskólanum á Akureyri og stundaði svo dagnám þar vetur 1996-2001 á fagulistabraut skólans. 1999 hlaut hann styrk til námsdvalar í Listaskóla í Lahti í Finnlandi. 2001 fluttist til Reykjavíkur, stofnaði sýningaraðstöðuna Gallerí Teits og rak vinnustofu í sama húsnæði í Engihjalla í kópavogi til 2004. Ári síðar hóf hann nám í heimspeki, listasögu og fagurfræði við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku. Lauk þar námi 2009 og fluttist heim á ný. 2011 lauk kennsluréttindanámi á grunn- og framhaldsskólastigi frá Listaháskóla Íslands. Frá 2009 hefur Birgir Rafn haldið fjölda námskeiða í Myndlistaskóla Kópavogs og er í stjórn skólans. 2010 tók þátt í að stofna Grósku, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ, og var formaður samtakanna fyrstu tvö árin. Félagi í Sambandi Íslenskra Myndlistarmanna síðan 2009. Hann hefur verið iðinn við allskonar sýningarhald undanfarinn áratug og komið að sýningarstjórn fjölda sýninga. BRF er með 5.þátt Dúettanna í gangi út mars á Garðatorgi við hliðina á Bónus. Vinnustofa BRF er á Garðatorgi 1. Birgir Rafn er fjölskyldumaður og býr í Garðabæ.
HVAÐ ER HÉR AÐ SJÁ Verkin sem ég vildi sýna hér hafa það flest sameiginlegt að fjalla á sinn hátt um spennu. Ég vildi búa til sýningu úr þeim, einskonar spennu sýningu, þrátt fyrir drjúgan aldursmun verkanna og þá staðreynd að þau sýna ólíkar tegundir og nálganir mínar. Spenna er alveg hreint magnað fyrirbæri, margslungin orka á milli einhvers, á milli einhverra aðila, milli hluta, sjónarmiða, hugmynda, hugsjóna, kynþátta, ást og hatri, þess sem má og má ekki eða, eins og við listamennirnir segjum: einfaldlega milli lita, lína og forma á myndfleti. Og menn eru afar næmir á spennu, sem aftur talar til okkar, hreyfir við manni, æsir mann upp og/eða róar niður, veitir tilhlökkun eða ótta, hrindir frá og laðar að o.s.frv. Það er eins og spenna sé líf og óspenna dauði!? Titillinn á sýningunni, Stríð og friður, á að endurspegla þetta spennu tal mitt, hreyfinguna, hreyfiöflin, en um leið líka þann frið sem jafnan ríkir á bókasöfnum. Kannski gerir friður bókasafnsins verkin meira spennandi og verkin frið bókasafnsins enn meiri? Og fyrst Pútín vildi endilega ráðast inn í Úkraínu, þá verður sú tenging líka að fylgja með. Þar er stríð, hér er friður og vonandi eru verkin spennandi.
Vinnustofa á Garðatorgi 1 í Garðabæ sími: 690 3737 Facebook: Birgir Rafn Friðriksson Instagram: brf_the_artist
Stríð og Friður
- sýningarskrá -
Birgir Rafn Friðriksson BRF
1. Seagreen nr.2. 100x100cm. Akrýllitur á striga. BRF2018 - verð 450.000kr.
2. Youth. 120x100cm. Olíulitur a striga. BRF2020 - verð 550.000kr
3. Fear the Fear. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF 2021 - verð 140.000kr
4. Í skarði. 84.5x50cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 250.000kr
5. Og - En. 30x60cm. Akrýl- og olíulitur á striga. BRF2013 - verð 180.000kr
6. Fantastic. 30x40cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 160.000kr
7. Black Jesus. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF2019 - verð 140.000kr
8. Rauðhólar. 80x100cm. Olíulitur á striga. BRF2016 - verð 450.000kr
9. Öld vélanna. 81x30cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 200.000kr
10. Geymandi. 21.5x28cm. Olíulitur á við. BRF2012 - verð 170.000kr
11. An Existential Story. 60x80cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 350.000kr
12. 6 pack. 40x45cm (6x15x20cm).Akrýl- og olíulitur á striga.BRF2011/16 - verð 180.000kr
13. Window Shopping for Beauty. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF2018 - verð 140.000kr
14. Just here. 30x40cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 160.000kr
15. Mickey. 45.5x60.5cm. Olíulitur á striga. BRF2016 - verð 300.000kr
16. Huh. 50x70cm. Akrýllitur, sprei og olíulitur á striga. BRF2019 - verð 300.000kr
17. Remembering War. 50x75cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 350.000kr
18. Meditation on blue nr.5. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF2022 - verð 150.000kr
19. Modest. 30x40cm. Olíulitur á striga. BRF 2021 - verð 160.000kr
20. Tintin with a Mexican Hat. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF2021 - verð 140.000kr
21. Thoughts. 30x30cm. Olíulitur á striga. BRF2017 - verð 140.000kr
Frekari upplýsingar um verkin, afhendingu verka, verð og greiðslumáta veitir Birgir Rafn í síma 690 3737