Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Erindið Geðheilbrigði og Vertu Úlfur 29.mars klukkan 17:30

27.03.2022
Erindið Geðheilbrigði og Vertu Úlfur 29.mars klukkan 17:30

Héðinn Unn­steins­son höf­und­ur bók­ar­inn­ar Vertu úlf­ur, kemur á Bókasafn Garðabæjar þriðjudaginn 29. mars kl. 17:30 og verður með spjall og erindi um bók sína

Bókin geymir magnaða frásögn af ferðalagi manns inn í heim stjórnleysis, heim sem sumir þekkja, margir óttast en allir ættu að leitast við að skilja betur. Saga Héðins Unnsteinssonar er öðrum þræði sigursaga en líka saga um baráttu við fordóma, kerfið og jafnvel tungumálið sjálft. Hvað er annars að vera heilbrigður? Hvernig losnar maður við „sjúk-dóm“? Vertu úlfur er einlæg, gagnrýnin og hispurslaus frásögn af falli og upprisu manns sem eitt sinn var greindur með geðhvörf.
Leiksýning byggð á bókinni er í uppsetningu í Þjóðleikhúsinu þessa stundina.

Allir velkomnir á Garðatorg og kostar ekkert.

Til baka
English
Hafðu samband