Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt bókasafnskerfi – Alma

04.06.2022
Nýtt bókasafnskerfi – Alma

Þriðjudaginn 31. maí lokar Gegnir vegna Þess að nýja bókasafnskerfið Alma er að taka við.

Við viljum biðja ykkur um að geyma bækurnar hjá ykkur ef þið mögulega getið. Þeir sem eiga gögn sem á að skila milli 31. maí og 14. júní safna ekki sektum.

Þetta ástand gæti varað í um það bil tvær vikur.

Auðvitað er hægt að koma og fá lánuð gögn og þið eruð ávallt hjartanlega velkomin til okkar. Bókasafnið er fullt af nýlegum bókum og tímaritum og eldra efni.

Útlán verða einungis í einni tölvu hjá okkur þar til nýja kerfið opnar á bilinu 9.-13. júní.

Ekki verður hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélina og biðjumst við velvirðingar á þeim óþægindum sem það kann að skapa.


En því miður getum við ekki sett neinar nýjar bækur í hillur fyrr en eftir 14. júní í fyrsta lagi eða um leið og bókasafnskerfið opnar og hægt er að byrja skrá nýjar bækur inn aftur. 

Allir velkomnir. Venjulegur opnunartími.
Síðasta laugardagsopnun fyrir sumar er laugardagurinn 28.maí. Opnum aftur á laugardögum 20.ágúst.

Með vinsemd, virðingu og þökkum fyrir þolinmæðina ykkar á meðan þessu stendur.
Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar


Til baka
English
Hafðu samband