Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróun í þjónustu og nýtingu starfskrafta

27.10.2022
Þróun í þjónustu og nýtingu starfskrafta

Starfsfólk bókasafnsins aðstoðar gesti með glöðu geði við að læra á sjálfsafgreiðsluvélina, leitarvélina, "mínar síður", finna bækur og aðstoða við að skrá notenda inn í Rafbókasafnið. Á leitir.is getur þú síðan leitað í öllum bókasöfnum landsins. Notendatölvur eru hér aðgengilegar á safninu Garðatorgi. Starfsfólki safnsins þykir gaman að spjalla og gefa meðmæli með bókum, heyra meðmæli frá gestum og tala um bækur, viðburði og menningu.

Með aukinni notkun sjálfsafgreiðsluvéla gefst starfsfólki meiri kostur að rabba, raða, þrífa og halda safninu fínu.

Safnið á Garðatorgi er opið eftir sem áður mánudaga til föstudaga klukkan 9 til 19 og laugardaga klukkan 11 til 15.

Frá og með 1.nóvember ætlum við að gera greinarmun á opnunartíma og þjónustutíma eins og tíðkast á mörgum stöðum. Þjónusta er í boði með starfsmanni mánudaga til fimmtudaga klukkan 10 til 18, föstudaga klukkan 11 til 18 og laugardaga klukkan 11 til 15.

Verið hjartanlega velkomin.

Til baka
English
Hafðu samband