Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar auglýsir eftir sérfræðingi til að sjá um viðburði

04.11.2022
Bókasafn Garðabæjar auglýsir eftir sérfræðingi til að sjá um viðburði

Bókasafn Garðabæjar óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum einstaklingi í 80% afleysingarstarf frá 1. febrúar til 30. desember 2023.

Sérfræðingur vinnur í samræmi við samþykktir, markmið, starfsáætlun og starfshætti safnsins. Hann stýrir viðburðateymi og hefur umsjón með skipulagi viðburða og klúbba ásamt því að sinna almennum afgreiðslustörfum og öðrum verkefnum sem til falla.

Bókasafn Garðabæjar er menningar-, upplýsinga- og þjónustusetur bæjarbúa sem er rekið af Garðabæ samkvæmt lögum um bókasöfn nr. 150/2012. Bókasafn Garðabæjar leggur áherslu á að veita gestum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu.

Skrá inn og sækja um starf : Ráðningarvefur (gardabaer.is)

Til baka
English
Hafðu samband