Klassíski leshringurinn kl. 10.30 á Garðatorgi 6.desember
03.12.2022
Leshringur Bókasafns Garðabæjar, hinn klassíski, hittist annan hvern þriðjudag kl.10:30 – kl.12 í bókasafninu Garðatorgi.Fjallað verður um rithöfundinn Hallgrím Helgason og hans verk. Eins verður stutt umfjöllun um nokkrar athyglisverðar, þýddar bækur í hverjum tíma.
Umsjónarmaður leshringsins, Rósa Þóra Magnúsdóttir, tekur saman fræðslumola sem meðlimir fá í hendur og hópurinn les saman og ræðir í tímanum. Meðlimir eru einnig hvattir til að koma með sín innlegg til að auðga og lífga upp á samræður. Markmiðið er að eiga fróðlega og skemmtilega stund saman þar sem spjallað er á notalegan máta um bókmenntir, rithöfunda og lífið og tilveruna.
Nýir meðlimir hjartanlega velkomnir. Ekki er þörf á að skrá sig fyrirfram.
6.desember:
Jólafundur - Við skjótum títuprjónum, Koma jól? Lesin jólasaga, jólaljóð, meðlimir koma með veitingar