Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið Garðatorgi opið til kl. 22 - Safnanótt í Garðabæ

30.01.2023

Föstudagskvöldið 3. febrúar er komið að Safnanótt um allt höfuðborgarsvæðið. Menningarstofnanir í Garðabæ taka sannarlega þátt og allir aldurshópar ættu að finna eitthvað skemmtilegt að upplifa.

Margt verður um að vera á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7. Fylgist með vefsíðu og samfélagsmiðlum bókasafnsins. Boðið verður upp á barnakór, hljóðfærasmiðju, ljóðasjoppa og tónlist.

Dagskrá safnanætur í Garðabæ má finna hér: Safnanótt í Garðabæ

Dagskrá bókasafnsins á Garðatorgi

Kl. 18 Opnun sýningar á vegum Grósku– Málverk Sveinbjörns Steingrímssonar– Safnanótt í Garðabæ
Myndirnar eiga flestar fyrirmyndir í náttúrunni. Þetta eru akrýl myndir málaðar á striga og vatnslita myndir á pappír.

18:00 Exhibition opening organized by Gróska – Painting by Sveinbjörn Steingrímsson – Museum night in Garðabær

Kl. 18-20 Hljóðfærasmiðja með Elínu Helenu Evertsdóttur - Safnanótt í Garðabæ
Búum til hljóðfæri úr endurunnu efni undir leiðsögn Elínu Helenar. Elín Helena Evertsdóttir listakona vinnur með ýmsa miðla; ljómyndatækni, video, hljóð, teikningu og skynjun svo eitthvað sé nefnt.

18:00-20:00 Musical instruments workshop from recycled materials with Elín Helena Evertsdóttir artist – Museum night in Garðabær

Kl. 18:30 Skólakór Sjálandsskóla syngur - Safnanótt í Garðabæ
Skólakór Sjálandsskóla tekur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schram. Allir eru hvattir til að koma og hlusta á þennan frábæra kór sem hefur verið að æfa í allan vetur undir stjórn Ólafs Schram tónlistarkennara.

18:30 The School choir of Sjálandskóli sings several songs under the direction of Ólafur Schram.

Kl. 20-22 ljóðasjoppa Jakub Stachowiak - Safnanótt í Garðabæ
Jakub Stachowiak semur ljóð á íslensku eftir pöntunum fyrir gesti og gangandi. Komdu í ljóðasjoppuna og fáðu þitt persónulega ljóð á meðan þú situr með skáldinu. Þú velur viðfangsefni og skáldið yrkir og skrifar svo þú getir tekið það með heim.
20:00-22:00 Poetry workshop with Jakub Stachowiak - Museum night in Garðabær. Jakub Stachowiak composes poetry for guests in Icelandic. Come to the poetry workshop and get your personal poem while sitting with the poet. You choose a subject and the poet works and writes for you to take home.

Kl. 21 Rebekka Blöndal jazzsöngkona og Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari breyta bókasafninu í jazzklúbb - Safnanótt í Garðabæ
Í tilefni Safnanætur kemur jazzsöngkonan Rebekka Blöndal fram. Með henni verður Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og munu þau leika ljúfa jazztóna í bland við eigin tónlist á bókasafninu í Garðabæ. Rebekka var tilnefnd sem tónlistarflytjandi ársins í flokki jazz og blús árið 2022 og gaf út plötu á árinu sem var að líða sem ber heitið “Ljóð”. Ásgeir og Rebekka hafa unnið saman í nokkur ár og samið tónlist ásamt því að koma fram víða.

21:00 Rebekka Blöndal jazz singer and Ásgeir Ásgeirsson guitarist will turn the library into a jazz club -Museum night in Garðabær

Kl. 15-21 Ratleikur fyrir fjölskylduna– Safnanótt í Garðabæ
Ratleikurinn leiðir þátttakendur um safnið og er á íslensku. Drögum úr réttum lausnum klukkan 21:45. Smá glaðningur í verðlaun.

Til baka
English
Hafðu samband