Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

FELLUR NIÐUR// Foreldraspjall - Tengslasetur fimmtudaginn 27.apríl klukkan 10.30

21.04.2023
FELLUR NIÐUR// Foreldraspjall - Tengslasetur fimmtudaginn 27.apríl klukkan 10.30

FELLUR NIÐUR// Alda og Sóla frá Tengslasetri koma á Foreldraspjall og flytja erindið: Yfirsýn; Tíma- og streitustjórnun fyrir mæður í nútíma samfélagi

Erindið fjallar um áhrif nútíma samfélagsgerðar á konur og tengsl þeirra við sjálfar sig og fjölskylduna, samhliða starfi.
Farið er yfir taugakerfi, hugarfar og daglegt líf og samspilið þar á milli ásamt því að gefa þáttakendum verkfæri til þess að hægja á en afkasta meiru, í sterkari tengslum við sig og sína.
Alda og Sóla hafa báðar gengið á veggi og nenna ekki bullinu í sjálfum sér og deila því faglegri sem og persónulegri reynslu í því að taka ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Um Þorpið - Tengslastur:
Þorpið er vettvangur í netheimum og í persónu þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að tengjast, leika og skapa. En á sama tíma er það vettvangur þar sem foreldrar geta vaxið sem einstaklingar eða í foreldrahlutverkinu.
Alda og Sóla eru báðar iðjuþjálfar, mæður, stofnendur Þorpsins og iðjukrafts og eru stöðugt á sinni vegferð að lifa innihaldsríkara og einfaldara lífi.
Til baka
English
Hafðu samband