Sumarsmiðjur á föstudögum
Þriðjudagar í sumar- tæknifikt kl. 12-16
Tæknifikt inn í Sköpunarskúffunni alla þriðjudaga frá 13.júní til 15.ágúst. 3D - Vínylskeri - Saumavél. Krakkar geta komið og fengið aðstoð við tæknifiktið frá starfsfólki bókasafnsins.
Þriðjudagsleikar - sumarleikir á bókasafnstorginu aðstoð frá sumarstarfsfólki á milli klukkan 13 til 14 frá 20.júní til 1.ágúst. Snú snú, húlla húlla, teygjó, sippó og krítar. Allir krakkar velkomnir!
Smiðjur á föstudögum kl. 10-12
Fjölbreyttar smiðjur verða í boði fyrir börn á Bókasafni Garðabæjar alla föstudaga í sumar milli kl. 10 og 12.
Fyrsta smiðjan verður 9. júní og sú síðasta þann 11. ágúst.
Við minnum á að safnið opnar kl. 9 og það er alltaf velkomið að koma snemma og hanga, lesa eða spjalla.
Lestrarhestur vikunnar í sumarlestrinum er dreginn út kl. 12 alla föstudaga.
🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞🌞
Dagskrá sumarsins:
🌞 9. júní: Bókaföndur
Föndrum eitthvað skemmtilegt úr gömlum afskrifuðum bókum.
🌞 16. júní: Litum fánamyndir
Allir krakkar verða að eiga íslenskan fána fyrir þjóðhátíðardaginn.
🌞 23. júní: Origami-bókamerki
Föndrum bókamerki í formi dýra og furðuvera.
🌞 30. júní: Perlum saman
Við eigum fullt af perlum og fyrirmyndum. Eigum notalega stund saman.
🌞7. júlí: Goggagerð
Búum til skemmtilega gogga.
🌞14. júlí: Geimskutlur
Þema sumarlestursins er himingeimurinn og við ætlum að föndra geimskutlur af því tilefni.
🌞 21. júlí: Óvænt smiðja
Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.
🌞 28. júlí: Óvænt smiðja
Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.
🌞 4. ágúst: Perlum saman
Við eigum fullt af perlum og fyrirmyndum. Eigum notalega stund saman.
🌞 11. ágúst: Óvænt smiðja
Sumarstarfsfólkið okkar mun finna eitthvað spennandi fyrir þessa óvæntu smiðju.
Smiðjurnar eru ókeypis og opnar öllum börnum.