Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Urriðaholtssafn, Álftanessafn og Garðatorg 2.september

23.08.2023
Urriðaholtssafn, Álftanessafn og Garðatorg 2.september

Urriðaholtssafn opið 2.september kl. 11 til 15 - sögustund með rithöfundi kl. 13

Jóna Valborg Árnadóttir rithöfundur les upp úr bók sinni, Penelópa bjargar prinsi.

Hægt verður að lita myndir af Penelópu og klippa út kórónur.
Umsögn um bókina:
„Penelópa sló þess vegna algjörlega í gegn, en bókin er full af fallegum myndum af Penelópu, vel skrifuð og mjög fyndin.“
Sjöfn Asare - lestrarklefinn.is
Urriðaholtssafn er opið fyrsta laugardag í mánuði frá kl. 11-15. Verið velkomin!

Álftanessafn opið laugardaginn 2.september kl. 12 til 15-  Ljósaborð og kubbar

Laugardaginn 2. september verður Álftanessafn opið frá 12-15 og þá verður skemmtilegt ljósaborð á staðnum ásamt segulkubbum þar sem hægt er að leika með liti og form. Verið velkomin!
---
The library branch in Álftanes is open on the first Saturday of each month from 12 to 15. This time we will have a lightboard and Magna Tiles to play with. All welcome!

Bókasafnið Garðatorgi er opið að venju á milli klukkan 11 og 15 laugardaginn 2.september. Föndur á borðum fyrir börnin.

Til baka
English
Hafðu samband