Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá bókasafnsins - Safnanótt í Garðabæ föstudaginn 2.febrúar kl. 17-20

31.01.2024
Dagskrá bókasafnsins - Safnanótt í Garðabæ föstudaginn 2.febrúar kl. 17-20Bókasafn Garðabæjar tekur sannarlega þátt í Safnanótt og öll ættu að finna eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á börn og fjölskyldur.

Kl. 17.00 Skólakór Sjálandsskóla opnar Safnanótt í Garðabæ
Skólakór Sjálandsskóla tekur nokkur lög undir stjórn Ólafs Schram. Öll eru hvött til að koma og hlusta á þennan frábæra kór sem hefur verið að æfa í allan vetur undir stjórn Ólafs Schram tónlistarkennara. Dagskráin er liður í Safnanótt í Garðabæ.
Sjálandskóli School Choir performs under the direction of Ólafur Schram.

Kl. 17.15 Bingó, bingó, bingó
Fjörugt fjölskyldubingó. Það kostar ekkert að taka þátt, það eina sem þarf að gera er að mæta á svæði Endilega að koma og freista gæfunnar, hver veit nema að þú hreppir einn af vinningunum. Dagskráin er liður í Safnanótt í Garðabæ.
Bingo for the whole family. Free of charge and fun prizes.

Kl. 18.00-20.00 Smiðja í skapandi skrifum með Unu Maríu Magnúsdóttur
Grafíski hönnuðurinn og textasmiðurinn Una María Magnúsdóttir leiðbeinir þátttakendum í smiðju í skapandi skrifum þar sem notaðar verða spennandi aðferðir til að töfra fram söguþráð. Smiðjan er ókeypis og ætluð allri fjölskyldunni. Dagskráin er liður í Safnanótt í Garðabæ.
Una María Magnúsdóttir, graphic designer and copywriter leads a workshop in creative writing. The workshop is free of charge and for the whole family.

Kl. 19.00 „UMVAF-in-n-n…“ Opnun sýningar Huldu Hreindal Sigurðardóttur á vegum Grósku. Hulda er listamaður febrúarmánaðar hjá Bókasafni Garðabæjar. Þema sýningarinnar er ástin, sérstaklega þar sem Valentínusardagurinn er handan við hornið. Verkin sem Hulda sýnir eru eldri akrýl verk, mjúk og í mildum litum, unnin á árunum 2011 til 2013. Hulda laumar einnig inn tveimur landslagsverkum, en flest þessara verka hefur hún ekki sýnt áður. Dagskráin er liður í Safnanótt í Garðabæ.
UMVAF-in-n-n by artist Hulda Hreindal Sigurðardóttir. Exhibition opening organized by Gróska

Dagskrá Bókasafns Garðabæjar er frá 17.00 -20.00, síðan geta gestir og gangandi fært sig Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1 en þar hefst dagskrá kl. 20.00 og lýkur kl. 22.00. Heildardagskrá Safnanætur á Höfuðborgarsvæðinu má kynna sér á vetrarhatid.is
Til baka
English
Hafðu samband