Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesró miðvikudaginn 14.febrúar kl. 19-21 - lesið frá ykkur sektirnar

07.02.2024
Lesró miðvikudaginn 14.febrúar kl. 19-21 - lesið frá ykkur sektirnarÍ amstri dagsins getur verið erfitt að finna tíma til þess að slökkva á öllu áreiti og njóta lesturs. Þess vegna bjóðum við þér að koma á bókasafnið eftir lokun til þess að lesa í ró og næði. Það verður hugguleg stemmning og heitt á könnunni. Verið velkomin á bókasafnið!

Ef þú skuldar vanskilagjald geturðu komið þetta kvöld á Garðatorg 7 og lesið frá þér kr. 1000 fyrir hverja klukkstund.

---English---
Library of Garðabær, Garðatorgi invites readers to silent reading. Readers can choose from a selection of books and magazines in the library or can bring their own reading material. All welcome. Open until 9 pm.
Til baka
English
Hafðu samband