Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvernig lítur þín eigin Lína Langsokkur út? Myndlistarsmiðja fyrir krakka

14.02.2024
Hvernig lítur þín eigin Lína Langsokkur út? Myndlistarsmiðja fyrir krakkaSumar bókapersónur lifna við á bókasíðunum og fylgja okkur hvert fótmál. Þær verða að fyrirmyndum og notalegum heimilisvinum sem veita okkur skemmtilegri og dýpri sýn á lífið.
Í þessari smiðju ætlum við að heiðra uppáhaldsbókapersónurnar okkar með því að gera þær að viðfangsefni okkar. Við munum nota verkfæri og töfra til þess að endurskapa og gera okkar eigin útgáfu af hinum og þessum bókapersónum sem hafa glatt okkur og skemmt í gegnum árin.

Vilborg Bjarkadóttir stýrir smiðjunni. Verið velkomin á Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi.
Til baka
English
Hafðu samband