Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Náttfatasögustund, prjónað og hlustað og lesró

16.02.2024
Náttfatasögustund, prjónað og hlustað og lesró

Náttfatasögustund fyrir 3 til 7 ára á Garðatorgi 7 þriðjudaginn 20.febrúar klukkan 18

Verið velkomin í huggulega sögustund á bókasafninu fyrir svefninn. Hentar fyrir 3–7 ára. Mætið í uppáhaldsnáttfötunum ykkar!

---English---
We welcome you to a cozy bedtime story time in the library. Suitable for ages 3–7. Show up in your favorite pajamas! Reading will be in Icelandic.

Prjónað og hlustað miðvikudaginn 21.febrúar klukkan 10.30

Prjónað og hlustað á Garðatorgi á kaffistofunni (þar sem blöðin eru). Heitt á könnunni
Notaleg prjónasögustund á bókasafninu fyrir alla áhugasama. Komdu á bókasafnið með prjónana eða aðra handavinnu og hlustaðu á upplestur úr bókinni Þær líta aldrei undan eftir Kristinn R. Ólafsson.

Lesró miðvikudaginn 21.febrúar kl. 19-21

Í amstri dagsins getur verið erfitt að finna tíma til þess að slökkva á öllu áreiti og njóta lesturs. Þess vegna bjóðum við þér að koma á bókasafnið eftir lokun til þess að lesa í ró og næði. Það verður hugguleg stemmning og heitt á könnunni. Verið velkomin á bókasafnið!

Ef þú skuldar vanskilagjald geturðu komið þetta kvöld á Garðatorg 7 og lesið frá þér kr. 1000 fyrir hverja klukkstund.

---English---
Library of Garðabær, Garðatorgi invites readers to silent reading. Readers can choose from a selection of books and magazines in the library or can bring their own reading material. All welcome. Open until 9 pm.

Til baka
English
Hafðu samband