Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarfrí í Garðabæ - Bókasafnið Garðatorgi

19.02.2024
Vetrarfrí í Garðabæ - Bókasafnið Garðatorgi

Vikan 19. til 23.febrúar - ratleikur, spil, teikna, lesa, hanga, teygjutvist, húlahringir - opið allan daginn

Bókasafn Garðabæjar býður grunnskólanemendum uppá skemmtilegan ratleik þar sem áhersla er lögð á rökhugsun og spæjarahæfileika til þess að finna lausnina. Dreginn verður út einn vinningshafi á hverjum degi.
Börn og fjölskyldur þeirra eru sérstaklega velkomin á bókasafnið í vetrarfríinu þar sem öll geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt verður að spila, teikna og að sjálfsögðu slappa af og lesa uppáhaldsbókina sína.
Einnig býður bókasafnið þeim allra hörðustu uppá teygjutvist, húlahringi, sippubönd og krítar úti á torginu. Brrr… um að gera að vera vel klædd.

-English-
Fun and games at the library from Monday to Friday. A scavenger hunt, games, books and hula hoops. Come and join us!

Til baka
English
Hafðu samband