Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Urriðaholtsskóli - Fjölskyldustund með Bókasafni Garðabæjar Björk Bjarnadóttir stýrir

27.02.2024
Urriðaholtsskóli - Fjölskyldustund með Bókasafni Garðabæjar Björk Bjarnadóttir stýrir

Sagnastund - sagt frá huldufólki og álfum laugardaginn 2.mars kl. 12 í Urriaðholtsskóla

Björk Bjarnadóttir, sagnakona og umhverfis-þjóðfræðingur mun fræða gesti safnsins á léttan og fræðandi hátt um álfa og huldufólk og nokkrar þjóðfræði plöntur; það eru jurtir sem geyma í sér þjóðsögur og þjóðtrú.

Í sagnastundinni verður sagt frá því hvernig huldufólk og álfar urðu til, útliti þeirra og einkennum, hvernig þau klæða sig, hvar þau búa, hvað þau elska að borða, hvað gleðji þau og hvað geti mögulega reitt þau til reiði. Talað verður út frá myndum og nokkrum hlutum sem sagðir eru tilheyra álfum og huldufólki.
Í lokin munum við skoða nokkrar jurtir sem búa yfir galdramætti og vaxa hér á landi.
Sögustundin hentar aldrinum 4 til 10 ára og mun vara í um 40 mínútur upp í 1 klukkustund.
Bókasafn Garðabæjar í samstarfi við Urriðaholtsskóla býður uppá viðburði fyrsta laugardag í mánuði frá kl. 12-14.
-English-
The Garðabær Public Library in cooperation with Urriðaholtsskóli hosts events on the first Saturday of every month from 12-14. Storyteller Björk Bjarnadóttir will tell us all about elves and the hidden people. The storytime is in Icelandic.

Til baka
English
Hafðu samband