Fjölskyldustemning á Garðatorgi laugardaginn 27.apríl - Barnamenningarhátíð í Garðabæ
Dr. Bæk, sýning á verkum barna og inngangur að draugafræðum á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi
Kl. 11 – 13 Hjólaþrautabraut og hjólaviðgerðir í umsjón Dr. Bæk.
Komið og látið reyna að hjólahæfileikanna í skemmtilegri hjólaþrautabraut fyrir utan Bókasafn Garðabæjar , Garðatorgi 7. Einnig verður hægt að koma með hjól og fá heilbrigðisvottorð frá hjólalækninum Dr. Bæk sem mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamanneskjunnar. Það verður pumpað í dekk, smurt, farið yfir stillingar á stelli, hjálmi, bremsum og gírum.
Kl. 12 Inngangur að draugafræðum.
Hræðilegar, áhugaverðar og fyndnar draugasögur með Björk Bjarnadóttur þjóðfræðingi. Sagt verður frá eðli og einkennum drauganna, hversu gamlir þeir verða og hvaða mat þeir borða.
Eftir sagnastundina munu þátttakendur fá tækifæri til þess að búa til Salómons innsigli sem er sterk vörn gegn draugum.
Kl. 11 – 15 Forsetinn minn, sýning á verkum barna úr 5 ára deild Sjálandsskóla og 5 ára kjarna Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ.