Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnunarhátíð sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar - ofurhetju myndabás og Blaðrarinn

26.05.2024
Opnunarhátíð sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar - ofurhetju myndabás og Blaðrarinn

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar hefst með pompi og prakt 1. júní.
Boðið verður uppá stórskemmtilegan ofurhetju myndabás allan daginn og Blaðrarinn mætir einnig til leiks og býr til blöðrudýr af ýmsum stærðum og gerðum frá kl. 12-14. Bókasafnið er opið frá kl. 11 til kl. 15.

Lestrardagbækur fyrir sumarlesturinn verða afhentar.
Hvað er Sumarlestur?
Sumarlestur er lestrarátak sem hvetur börn til að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetu sinni. Börnin setja sér lestrarmarkmið, skrá lesturinn í lestrardagbókina og fá límmiða fyrir hverja lesna bók. Þau geta síðan fyllt út umsagnarmiða sem þau skila í lukkukassann og úr honum er dreginn lestrarhestur vikunnar hvern fimmtudag kl. 12 frá 13. júní til 15. ágúst, sem fær bók í verðlaun.
Þema sumarlestursins í ár er ofurhetjur og slagorð sumarlestursins er: Lestur er minn ofurkraftur. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að nýta sér bókasafnið í sumar og hjálpa börnum sínu að setja sér lestrarmarkmið og vera sín eigin hetja.

Uppskeruhátíðin er svo 24. ágúst þar sem glaðningar, gotterí og allskonar gleði verður við völd. En allir virkir þátttakendur fá glaðning frá bókasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband