Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

17.júní - Bókasafnið Garðatorgi opið 12-17

12.06.2024
17.júní - Bókasafnið Garðatorgi opið 12-17

Á Bókasafni Garðabæjar verður notaleg stemning, spil, tafl og myndir til að lita inni á bókasafni.

Kl. 14:00 – 16:00 fyrir framan bókasafnið verður fánasmiðja og andlitsmálun út á torginu.

Kaka og gjöf í tilefni af 80 ára lýðveldisafmæli Íslands
Lýðveldiskaka borin fram á Garðatorgi 4 á fjölskylduskemmtun og Fjallkonubókin afhent á Bókasafni Garðabæjar en hvoru tveggja er í boði forsætisráðuneytisins.


Fjölbreytt fjölskyldudagskrá á Garðatorgi, kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar og hátíðartónleikar í tilefni 80 ára afmæli lýðveldisins

Fjölskyldur eru boðnar velkomnar á Garðatorg á dagskrá sem miðar að því að kynslóðir geti fagnað þjóðhátíðardeginum saman.

Dagskráin er ókeypis en ágóði kaffihlaðborðs Kvenfélags Garðabæjar rennur til góðgerðamála.

Dagskráin verður svona:

13:00

Skrúðganga
Skátafélagið Vífill og Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leiða göngu sem fer frá Hofsstaðatúni á Garðatorg

13:30 - 16:00

Fjallkona, Latibær og Sigga Ózk
Einnig koma fram Sólon ofurmaður, Ingó Geirdal töframaður og söngkonurnar Jóna Margrét og Anita. Þá dansar hópur frá Dansskóla Birnu Björns. Dagskráin fer fram á sviðið í göngugötunni, Garðatorgi 4
13:30-16:00

Hoppukastalar
Bílastæði Garðatorgs breytt í svæði fyrir fjör sem Skátafélagið Vífill hefur umsjón með
13:00 -16:00

Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar í Sveinatungu
Brauðtertur, hnallþórur og randalínur að hætti kvenskörunga

14:00 – 16:00

Fánasmiðja og andlitsmálun
Föndur og andlitsmálun á Garðatorgi 7
Bóksafn Garðabæjar
Notaleg stemning, spil, tafl og myndir til að lita.
Hönnunarsafn Íslands
Sýningarnar Hönnunarsafnið sem heimili, Strá og greinar og Eldblóm. Körfugerðarkona í vinnustofunni.
Minjagarðurinn á Hofsstöðum
Skyggnumst inn í fortíðina og fræðumst saman.
Aftur til Hofsstaða
Margmiðlunarsýning á Garðatorgi 7 spannar sögu Garðabæjar frá landnámi.

Kaka og gjöf í tilefni af 80 ára lýðveldisafmæli Íslands
Lýðveldiskaka borin fram á Garðatorgi 4 á fjölskylduskemmtun og Fjallkonubókin afhent á Bókasafni Garðabæjar en hvoru tveggja er í boði forsætisráðuneytisins.
20:00

Hátíðartónleikar í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins í Tónlistarskóla Garðabæjar
Hallveig Rúnarsdóttir sópran- Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran- Gunnar Guðbjörnsson tenór- Bergþór Pálsson baritón- Eva Þyri Hilmarsdóttir píanó.

Íslenskar söngperlur fluttar ásamt verðlaunalagi Atla Ingólfssonar við texta Þórarins Eldjárns, Ávarp fjallkonunnar. Aðgangur ókeypis.

Til baka
English
Hafðu samband