Rabbað um erfðamál með Elísabetu Pétursdóttur lögmanni
22.09.2024
Rabbað um erfðamál á Bókasafni Garðabæjar þriðjudaginn 24.september klukkan 17:30
Elísabet Pétursdóttir, lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar, mun halda fræðsluerindi um erfðarétt.
Farið er yfir ýmis hagnýt atriði er varða erfðamál svo sem helstu erfðareglur, hvernig standa ber að erfðaskrá, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá setu í óskiptu búi og hvernig dánarbúum er skipt. Einnig atriði er lúta að fyrirframgreiddum arfi, erfðafjárskatti og fleira.
Tími gefst til almennra fyrirspurna og umræðu um efnið.
Heitt á könnunni, aðgangur ókeypis og öll velkomin.