Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Draugaganga með Dagrúnu Ósk - Langir fimmtudagar í október

27.10.2024
Draugaganga með Dagrúnu Ósk - Langir fimmtudagar í október

Fimmtudaginn 31.október klukkan 19 - draugaganga með Dagrúnu Ósk

Í tilefni Hrekkjavökunnar mun Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur leiða draugagöngu frá bókasafninu í Garðabæ og upp í Minjagarðinn á Hofstöðum. Á leiðinni mun Dagrún segja aðeins frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum, útburðum og fépúkum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur. Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, að vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra. Öll velkomin, sem þora!

(Mynd. Teikning eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur)

Bókasafn Garðabæjar Garðatorgi býður áhugasömum lesunnendum í lesró. Næði til að lesa í einrúmi og auðga andann með lestri góðra bóka, tímarita eða annað lesefni. Verður lesró stemning á 2.hæð.
Lesandi hefur úr úrval bóka og tímarita að velja á safninu eða getur koma með eigið lesefni.
Það verður hugguleg stemmning og heitt á könnunni.
Verið velkomin í lesró öll fimmtudagkvöld í október.


---English---
Library of Garðabær, Garðatorgi invites readers to silent reading. Readers can choose from a selection of books and magazines in the library or can bring their own reading material. All welcome. Open until 9 pm.

Til baka
English
Hafðu samband