Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skuggaleikhús með ÞYKJÓ laugardaginn 16.nóvember klukkan 13

14.11.2024
Skuggaleikhús með ÞYKJÓ laugardaginn 16.nóvember klukkan 13

 

Þegar húmar að bregðum við á leik með ljós og skugga! Fjölskyldum er boðið í Bókasafn Garðabæjar að kynnast töfrum skuggaleikhúss með hönnunarteyminu ÞYKJÓ. Smiðjan er ætluð börnum frá 4 ára aldri í fylgd fullorðinna. Allur efniviður verður á staðnum og þátttaka er ókeypis.

ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan: Sendum tónlist út í geim! ÞYKJÓ hefur verið tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands í þrígang, árið 2021, 2022 og 2024 og hlaut tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna 2023.



---English---
When darkness falls, we play with light and shadow! Families are invited to the Library of Garðabær to learn about the magic of shadow theater with the design team ÞYKJÓ. The workshop is intended for children from the age of 4, accompanied by an adult. All materials will be on site and participation is free.

Til baka
English
Hafðu samband