Jólabókaspjall Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi fimmtudaginn 28.nóvember kl. 20
17.11.2024
Rithöfundar ársins eru þau Nanna Rögnvaldardóttir, Halldór Armand og Jóhanna Jónas, Brynhildur Björnsdóttir stýrir spjallinu
Umræður, léttar veitingar, huggulegheit og jólaljós.Athugið að húsið opnar kl. 19.30.
Jóhanna Jónas les úr bók sinni Frá Hollywood til heilunar sem hún skrifaði ásamt Guðnýju Þórunni Magnúsdóttur. Frá Hollywood til heilunar er áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll; sorg, missi, einelti og átröskun ásamt öðrum veikindum, bæði líkamlegum og andlegum.
Nanna Rögnvaldardóttir les úr bók sinni Þegar sannleikurinn sefur sem er leyndardómsfull glæpasaga þar sem dregin er upp ljóslifandi mynd af samfélagi sem markað er af skelfilegu mannfallinu í Stórubólu, flækjukenndu réttarfari 18. aldar og siðferðisfjötrum Stóradóms. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra handbærra sönnunargagna en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings.
Halldór Armand les úr bók sinni Mikilvægt rusl, sem er bráðfyndin og grípandi ástar- og spennusaga þar öskukallinn Gómur Barðdal ásamt frænda sínum seinheppna skáldinu Geir Norðann reyna leysa ráðgátuna um afskorið nef sem Gómur finnur í ruslinu.
Leitin að eigandanum leiðir söguhetjurnar inn í meiriháttar samsæri sem teygir anga sína upp í efstu lög íslensks samfélags.