Jólabókaspjall fyrir börnin - Kristín Helga og Hjalti með nýútkomnar bækur
18.11.2024
Upplestur úr Fíasól, Obbuló í Kósímó og Jólympíuleikarnir laugardaginn 23.nóvember klukkan 13
Verið innilega velkomin á ljúfa jólasögustund á bókasafninu.
Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Hjalti Halldórsson lesa upp úr nýútgefnum bókum sínum og spjalla við börnin.
Bækurnar sem lesið verður uppúr:
Fíasól í logandi vandræðum
Hjálparsveit Fíusólar stendur í stórræðum. Það er eldgos í Vindavík og Alla Malla og Stebbi flýja í Grænalund. Bjössi byssó flytur í götuna. Fíasól tínir upp skítalummur og syngur í Skólóvisjón og þau Ingólfur Gaukur rífast miklu meira en venjulega.
Obbuló í Kósímó: Vinirnir
Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Má skilja útundan? Hver er Nikólína? Er bannað að tala við ókunnuga? Spurningunum er svarað í þessari bók.
Hinn eini sanni sveinn!
Jólympíuleikarnir! Matthildur var svo viss um að það væri frábær hugmynd að láta jólasveinana keppa í alls konar jólaþrautum í sjónvarpinu. Þá myndu þeir hætta að rífast um hver væri mestur og bestur. Jólaandinn færðist aftur yfir bæinn og pabbi héldi starfinu hjá sjónvarpsstöðinni. En núna er allt farið í vaskinn og jólin eru í húfi!