Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Pöddusmiðja með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur laugardaginn 18.janúar klukkan 13

13.01.2025
Pöddusmiðja með Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur laugardaginn 18.janúar klukkan 13

Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir myndhöfundur bókarinnar Stórkostlega sumarnámskeiðið leiðir pöddusmiðju og Tómas Zoëga rithöfundur les fyrir börnin

Eru til fljúgandi sniglar? En sexeygðir ánamaðkar með tær eða loðnar bjöllur með skott? Og eru hundraðfætlur í alvöru með hundrað fætur? Í pöddusmiðjunni verður hægt að búa til hvaða pöddu sem er!

Höfundur bókanna um Pétur og Stefaníu; Tómas Zoëga mun lesa upp úr Stórkostlega sumarnámskeiðinu sem kom út fyrir skemmstu og Sólrún Ylfa myndhöfundur bókanna leiðir listasmiðju í pöddugerð.

Smiðjan hentar 5 ára og eldri.
English
Do flying snails exist? What about worms with six eyes and toes or furry beetles with a tail?
Make your own insect with Sólrún Ylfa illustrator and artist.

Til baka
English
Hafðu samband