19.12.2017 08:43
Afgreiðslutími yfir jól og áramót
Gleðilegt ár og takk fyrir samfylgdina 2017. Hlökkum til að hitta ykkur öll á nýju ári. Bókasafn Garðabæjar er opið á hefðbundnum tíma. Lokað á rauðum dögum. Opnum á Garðatorgi kl. 11 2. janúar.
Nánar09.12.2017 16:25
Áttu Garðbæing sem er fæddur 2015 – komdu í Bókasafn Garðabæjar og þiggðu gjöf fyrir 2ja ára barnið þitt
Nú fer hver að vera síðastur að ná í bókapokann til okkar fyrir börn fædd 2015, en það er hægt að sækja til áramóta.
Nánar07.12.2017 15:45
Ævar Þór Benediktsson (Ævar vísindamaður) les upp úr nýjustu bókinni fyrir krakka
Ævar les upp úr nýjustu bók sinni laugardaginn 16. desember klukkan 13:00
Nánar05.12.2017 15:42
Birgitta Haukdal les fyrir börnin laugardaginn 9. des. kl. 12
Birgitta Haukdal les upp úr nýjum Lárubókum laugardaginn 9. desember klukkan 12
Nánar02.12.2017 08:55
Laufey Jensdóttir sýnir verk sín í desember á Bókasafni Garðabæjar
Laufey Jensdóttir sýnir verk sín í desember á Bókasafni Garðabæjar – móttaka 7. desember á milli klukkan 17 til 19.
Nánar30.11.2017 11:48
Ævintýrið um Augastein laugardaginn 2. desember klukkan 14:30
Leikhópurinn á Senunni sýnir farandútgáfu af dásamlega fallegu barna- og fjölskyldusýningunni Ævintýrið um Augastein í salnum á annari hæð bókasafnsins. Leikritið er jólaævintýri fyrir börn á aldrinum 2ja-12 ára og tekur um 40 mínútur í flutningi.
Nánar27.11.2017 13:46
Jólaleikrit, Birgitta Haukdal og Ævar Þór Benediktsson á Garðatorgi
Margt framundan fyrir krakka og fjölskyldur þeirra. 2. des. Jólakeikrit, 9. des. Birgitta les Láru-bækur, 16. des. Ævar les eigin bók
Nánar23.11.2017 09:40
Bókaspjall við rithöfunda miðvikudagskvöldið 29. nóvember kl. 20 í Álftanessafni
Bókaspjall Bókasafns Garðabæjar í Álftanessafni er öllum opið og kostar ekkert. Gerður Kristný og Jón Gnarr koma og lesa upp.
Nánar21.11.2017 11:49
Pokémonspil 2. desember kl. 12-13
Skiptumst á pokémonspilum í Bókasafni Garðabæjar
Fjölmargir krakkar í Garðabæ eru að safna pokémonspilum og er tilvalið að koma á safnið og skiptast á spilum og spjalla um Pokémona.
Nánar19.11.2017 15:56
Bókaspjall við rithöfunda á þriðjudagskvöldið 21. nóvember kl. 20
Bókaspjall Bókasafns Garðabæjar, Garðatorgi er öllum opið og kostar ekkert
Nánar17.11.2017 10:50
Aðventukransagerð á bókasafninu Garðatorgi laugardaginn 18 nóvember á milli kl. 12 og 14
Aðventukransagerð fyrir gesti safnsins. Ókeypis aðgangur. Takmarkað magn af krönsum því gott að tilkynna þátttöku
Nánar06.11.2017 16:23
Hátíð í bókasafni, Haraldur Gíslason les og Kór Hofsstaðaskóla syngur
16. nóvember kl. 16:30 heimsækir kór Hofsstaðaskóla bókasafnið og syngur fyrir gesti. Kl. 17 les Haraldur Gíslason upp úr barna- og unlingabók sinni Bieber og Botnarassa fyrir krakka. Allir velkomnir.
Nánar