20.12.2016 08:59
Afgreiðslutími um jól og áramót
Opnar kl. 13 mánudaginn 2. jan. og lokað laugardagana 24. og 31 des. á Garðatorgi. Annars hefðbundinn afgreiðslutími á báðum söfnum.
Nánar16.12.2016 16:01
Ævar vísindamaður kemur laugardaginn 7. janúar klukkan 13:00
Ævar les upp úr bókinni Þín eigin hrollvekja.
Nánar30.11.2016 10:19
Listamaður desembermánaðar er Guðrún Hreinsdóttir - Gróska á Garðatorgi
Guðrún Hreinsdóttir myndlistarkona og læknir hefur alltaf haft ríka sköpunarþörf sem brýst út í ljóðum og leirlist og nú seinni ár mest í vatnslitamyndum.
Nánar25.11.2016 11:15
Ljósin tendruð á Garðatorgi. Barnajólaleikrit kl. 15:00 3. des. á bókasafninu - Jólin hennar Jóru
Stoppleikhópurinn flytur barnajólaleikritið Jólin hennar Jóru á bókasafninu. Leikritið segir frá Jóru litlu tröllastelpu. Allir velkomnir.
Nánar18.11.2016 12:14
Bókaspjall Bókasafns Garðabæjar á Garðatorgi fimmtudaginn 24. nóvember 2016 kl. 20:00 - 21:30
Höfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir með skáldsöguna Ör, Árni Þórarinsson með spennusöguna 13 dagar og Ásdís Halla Bragadóttir með ævisöguna Tvísaga : móðir, dóttir, feður mæta í bókaspjall. Ásdís Halla áritar bók sína á milli kl. 19:00-20:00.
Nánar17.11.2016 08:49
Myndlistarsýning í barnadeild safnsins á Garðatorgi í nóvember– Gróska með Grósku
Katrín Matthíasdóttir myndlistarkona sýnir verk sín í barnadeild safnsins á Garðatorgi um þessa mundir.
Nánar12.11.2016 14:05
16. nóvember kl. 17:00 skólakór, upplestur fyrir skólabörn og upplestur úr spennusögu fyrir fullorðna - Allir velkomnir
Á degi íslenskrar tungu 16.nóvember verður upplestur fyrir börn og fullorðna. Skólakór Hofsstaðaskóla mun gleðja gesti og gangandi með ljúfum söng.
Nánar10.11.2016 14:43
Birgitta Haukdal les fyrir börnin lau. 12/11 kl. 13 - Mið. 16/11 kór og upplestur
Laugardaginn 12.nóv. kl.13 mun Birgitta Haukdal lesa úr nýjum Lárubókum. Miðvikudaginn 16. nóv. kl. 17:00 kór, upplestur úr barnabók og spennusögu.
Nánar08.11.2016 15:30
Álftanessafn 60 ára - afmæliskaffi miðvikudaginn 9. nóv. kl. 20.
Í tilefni 60 ára afmælis Álftanessafns verður boðið upp á létta dagskrá um kvöldið. Guðmundur Andri Thorsson les upp úr ljóðabók. Ókeypis skírteini.
Nánar07.11.2016 10:03
Birgitta Haukdal les úr nýjum Lárubókum laugardaginn 12. nóv. kl. 13:00 fyrir börn
Sögustundin er ætluð fyrir 3ja til 7 ára börn. Lárumyndir og piparkökur í boði.
Nánar31.10.2016 11:59
Guðlaugur Arason listamaður og rithöfundur opnar álfabókasýningu 3. nóv. kl. 17:30.
Guðlaugur Arason listamaður og rithöfundur opnar álfabókasýningu á bókasafninu Garðatorgi 7. Hann mun lesa upp úr handriti að nýrri skáldsögu. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánar24.10.2016 11:06
Mánudaginn 31/10 kl. 10 á foreldramorgni kemur sérfræðingur og ræðir um þroska og þarfir ungra barna
Stefanía B. Arnardóttir, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur hjá Miðstöð foreldra og barna kemur og ræðir um þarfir og þroska ungra barna og hvernig foreldrar geta hjálpað þeim til að takast á við flókin þroskaverkefni fyrstu áranna.
Nánar